Skilmálar

Viðskiptaskilmálar fyrir vefverslun

Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög.
Viðskiptaskilmálar gilda um sölu á vöru frá Versluninni Herradeildar J.M.J og Joe´s til viðskiptavina. Þeir eru einnig staðfestir af viðskiptavini við staðfestingu á pöntun.

Frí heimsending er á öllum pöntunum yfir 12.000,- kr. innanlands.

Upplýsingar um seljanda:
Ragnar Sverrisson ehf
Gránufélagsgötu 4
600 Akureyri
Kt: 630284-0749
Sími 4623599 / 4626200 / 8993235
Netfang: jmjakureyri@gmail.com

Pantanir í vefverslun
Verslunir J.M.J. og Joe‘s afgreiðir pantanir um leið og greiðsla hefur borist. Viðskiptavinur fær staðfestingarpóst á uppgefið netfang. Komi til að vara sé ekki til af einhverjum ástæðum fær viðskiptavinur tölvupóst og eða símtal og í sameiningu er fundin lausn sem hentar viðskiptavini.

Verð
Öll verð eru í íslenskum krónum.
Athugið að uppfærsla á verðum getur breyst án fyrirvara, allar vörur í versluninni bera 24% virðisaukaskatt, sem er innifalinn í verði.
Öll verð á heimasíðunni eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur og áskilja verslanirnar J.M.J og Joe´s sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp eða varan uppseld.
Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í verslunum J.M.J. og Joe´s ekki alltaf í vefverslun.

Greiðsla
Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti, debetkorti . Allar kortafærslur fara í gengum örugga greiðslusíðu Valitor (valitor.is) sem hefur hlotið PCI DSS Payment Card Industry Data Security Standard) öryggisvottun. Versluninir J.M.J. og Joe´s fá því aldrei kortaupplýsingar viðskiptavinar.
Fullum trúnaði er heitið um allar upplýsingar frá kaupanda í tengslum við viðskiptin. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru við að koma vörunni til skila, þ.e. heimilisfang og símanúmer

Afhending vöru
Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. J.M.J og Joe´s bera samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá J.M.J. og Joe´s og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Vörur pantaðar í netverslun fyrir hádegi eru afgreiddar samdægurs, sé allt eðlilegt, annars næsta virka dag.

Athugið að fyrirvari er gefin á því að pöntuð vara geti mögulega selst upp í verslun á meðan pöntun gerð í netversluninni fer í gegnum kerfið, en það getur tekið allt að 15 mínútur. Komi upp slíkar aðstæður munum við strax hafa samband og bjóða viðkomandi sambærilega vöru eða endurgreiðslu.

Afhendingartími er að jafnaði 2-4 dagar eftir að pantað er og greiðsla hefur verið móttekin. Viðskiptavinur getur valið hvort að hann vill fá vöruna senda. Varan er send til viðskiptavinar og fær hann tölvupóst með sendingarnúmeri og helstu upplýsingum um leið og varan hefur verið skráð hjá flutningsaðila.

Vöruskil
Réttur til að skila vöru sem keypt er í vefverslun gildir í 14 daga frá móttöku vöru. Viðskiptavinur fær þá innleggsnótu. Við skil á vöru þarf greiðslukvittun að fylgja með og skilyrði er að varan sé ónótuð og í upprunalegum umbúðum. Endur sending vöru er á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar nema varan sé sýnilega gölluð eða rangt afgreidd.
Útsöluvöru er hægt að skila og fá innleggsnótu.

Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Kvartanir
Verslanirnar J.M.J og Joe´s leggja sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu á faglegum og persónulegum nótum. Ef viðskiptavinur upplifir á einhvern hátt að hann sé ekki sáttur með kaup eða þjónustugæði þá hvetjum við hann til að hafa sambandi á netfangið jmjakureyri@gmail.com eða í síma 4623599.

Við lítum á allar ábendingar eða kvartanir sem okkar tækifæri til að bæta þjónustugæðin.